Ólafur segist vita að hann muni ekki hitta dóttur sína aftur: „Erfiðasta ákvörðun lífs míns“

Auglýsing

Árétting: Nútíminn birti um helgina frétt um færslu sem Ólafur William Hand, faðir ellefu ára stúlku, birti á Facebook-síðu sinni og bað alla að deila. Færslan hefur vakið gríðarlega athygli.

Nútíminn harmar að hafa birt fréttina án þess að kynna sér allar hliðar málsins og biður alla hlutaðeigandi afsökunar. Samkvæmt samkomulagi staðfestu af sýslumanni hefur faðirinn notið ríkrar umgengni. Engin gögn sýna fram á umgengnistálmanir.

Af gefnu tilefni er umgengni barnsins við föður sinn nú til meðferðar hjá þar til bærum yfirvöldum og eftir því sem Nútíminn kemst næst bendir ekkert til annars en að meðferð yfirvalda byggist skýrlega á forsendum barnsins. Gögn sýna að sem lið í meðferð yfirvalda hitti Ólafur á barn sitt í síðustu viku.

Auglýsing

Ólafur William Hand hafði samband við Nútímann og segir að það sem kemur fram í áréttingunni sé ekki í samræmi við gögn málsins. Hann segist standa við allt sem fram kemur í Facebook-færslu sinni og segir barnsmóður sína hafa einhliða komið í veg fyrir að hann hitti dóttur sína síðastliðna sjö mánuði.

 

—————

Ólafur William Hand, faðir ellefu ára stúlku, segist vita að hann muni ekki hitta dóttur sína aftur. Hann hitti hana síðast fyrir sjö mánuðum og segist nú hafa tekist erfiðustu ákvörðun lífsins, dóttur sinnar vegna.

Ólafur birti hjartnæman pistil á Facebook þar sem hann greinir frá þessu. Hann gaf Nútímanum leyfi til að birta pistilinn og ræddi einnig málið.

Hér má sjá pistilinn í fullri lengd

Fyrir tæpum ellefu árum kom í heiminn yndisleg lítil stúlka. Í ellefu ár hef ég barist fyrir því að vera pabbi þessarar stúlku. Á hverju ári í ellefu ár hefur móðir stúlkunnar tálmað umgengni hennar við mig. Nú eru liðnir sjö mánuðir síðan ég hef fengið að sjá eða tala við þessa litlu stúlku. Ellefu árum af lífi þessara litlu stúlku hefur verð rænt af henni.

Í dag hef ég gefist upp. Í dag hef ég gefist upp fyrir sýslumanni sem hefur í ellefu ár unnið gegn hagsmunum dóttur minnar. Í dag gefst ég upp fyrir kerfi sem elur á kynbundnu ofbeldi. Í dag hef ég gefist upp fyrir barnsmóður minni sem í ellefu ár hefur beitt dóttur mína ofbeldi í formi tálmunar. Í dag hef ég tekið erfiðustu ákvörðun lífs míns. Í dag veit ég að ég hitti ekki þessa litlu stúlku aftur. Í dag hef ég ákveðið að hætta að berjast við vindmyllur. Í dag hefur mér verið sýnt hvað mannvonska er.

Í dag hef ég ákveðið að láta hvorki barnsmóður mína né meingallað kerfi ræna meira af lífi dóttur minnar. Í dag sýni ég dóttur minni að í brjósti mér brennur föðurást sem sterkari en allt það óréttlæti sem henni hefur verið sýnt. Í dag bið ég sýslumenn um land allt að hætta að sætta sig við þetta ofbeldi. Í dag bið ég alla um að deila þessari færslu. Í dag getum við breitt kerfinu saman. Í dag segi ég við dóttir mína ÉG ELSKA ÞIG

Í pistlinum segist Ólafur vita að hann muni ekki hitta dóttur sína aftur.

„Þetta er bara ákvörðun sem ég tek. Ég er búinn að vera í þessu í ellefu ár, í ellefu ár hafa vonir og væntingar hennar verið brotnar á hverju ári. Einhverntíma verður þú að taka ákvörðun um að gefa þessum börnum frí. Ást mín á henni er það mikil að ég segi bara, þetta er komið gott,“ segir Ólafur í samtali við Nútímann.

Hann segist ekki eiga séns í kerfið og segir það vera meðvirkt. „Í hvert skipti sem ég teygi mig eftir því að fá að hitta hana, því meiri verður sársauki hennar,“ segir Ólafur.

Hann leggur áherslu á að heitasti draumur hans sé að dóttir hans fái að dvelja hjá honum. Miðað við aðstæðurnar sé það aftur á móti vonlaust.

Ólafur segist hafa skrifað dóttur sinni bréf þar sem hann segi henni frá ákvörðuninni sem hann hefur tekið. Hann hefði viljað segja henni frá því í eigin persónu en það geti hann ekki gert þar sem hann fær ekki að hitta hana.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram