Ósk fékk nóg af heiðurstónleikum á Íslandi: „Þegar eitthvað virkar þá byrja allir að gera það“

Útvarpskonan Ósk Gunnarsdóttir, annar stjórnenda í Morgunþættinum á FM957, er komin með nóg hinum svokölluðu heiðurstónleikum, þar sem hljómsveitir eru settar saman til að flytja lög frægra hljómsveita.

„Plís, ég get ekki meira af heiðurstónleikum. Ég slæ þig utan undir ef þú tekur þátt í einum slíkum,“ grínaðist Ósk við söngvarann Sverri Bergmann, meðstjórnanda sinn í þættinum í morgun.

Ósk hefur tekið saman lista yfir hljómsveitir og listamenn sem hafa verið heiðraðir á stórum tónleikum hér á landi frá því í september.

Listinn var eftirfarandi: Tina Turner, Tom Jones, The Clash, Fleetwood Mac, Led Zeppelin, Bítlarnir, Guns N’ Roses, Nirvana, Jeff Buckley, Genesis, The Smiths, Elvis Presley, Bee Gees, Meatloaf, Abba og svo er sérstök Queen-heiðurshljómsveit á leiðinni.

„Málið með Ísland er að þegar eitthvað virkar, þá byrja allir að gera það,“ sagði Ósk.

Við erum svolítið í því að mjólka og mjólka og mjólka þessa kú þangað til ekkert kemur út. Og það er að gerast með þessa heiðurstónleika.

Ósk segist ekki setja út á þá sem taka þátt í tónleikunum en segist engu að síður vera komin með nóg heiðurstónleikum á Íslandi.

Hlustaðu á Ósk láta gamminn geisa hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram