Óttarr Proppé er ósammála Ásmundi Friðrikssyni: „Mannvonska er einfaldlega óásættanleg“

Ummæli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag, um að Alþingi skuli skoða hvort að rétt sé að snúa hæl­is­leit­end­um til síns heima í Keflavík, hafa vakið hörð viðbrögð. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir að hann gæti ekki verið meira ósammála þingmanninum.

Ásmundur sagði lands­menn ekki þora að hafa skoðun á þess­um mál­um en til­efni ræðu hans voru hót­an­ir hæl­is­leit­anda um að hann myndi kveikja í sér. Hann sagði flótta­manna­straum­inn í Evr­ópu stór­kost­legt vanda­mál og benti á að Sví­ar og Dan­ir hefðu tak­markað komu flótta­manna til lands­ins til að geta fylgst með hverj­ir kæmu til land­anna.

Loks spurði hann hvort að Íslend­ing­ar þyrftu að fara að for­dæmi ná­grannaþjóðanna og tak­marka aðgengi fólks hingað eins og áður en Schengen-sam­komu­lagið tók gildi.

Óttarr Proppé vísar í frétt mbl.is um málið á Facebook og spyr hvort maður eigi að hafa meiri áhyggjur af þeim sem vilja vera góðir eða þeim sem vilja vera vondir. „Ég gæti ekki verið meira ósammála þingmanninum. Mannvonska er einfaldlega óásættanleg,“ sagði hann.

Auglýsing

læk

Instagram