Paddington smyglaði sér með Samskipum

Ný kvikmynd um björninn Paddington var frumsýnd hér á landi á föstudag. Foreldrar sem hafa farið með börnin sín á myndina hafa tekið sérstaklega eftir að Paddington smyglaði sér með skipi frá Samskipum til Lundúna.

Paddington er ungur björn frá Perú sem hefur dálæti á Bretlandi. Hann ákveður að fara til Lundúna til að leita sér að nýju heimili, en hann áttar sig fljótlega á því að stórborgarlífið er ekki eins og hann ímyndaði sér. Hann kynnist góðhjartaðri fjölskyldu á Paddington-lestarstöðinni sem býður honum tímabundið athvarf.

Paddington smyglaði sér í björgunarbát á skipi Samskipa til Lundúna og á leiðinni hámar hann í sig marmelaði.

Í frétt á vef Samskipa kemur fram að íslenska flutningsfyrirtækið sjáist í kringum fjórar mínútur í myndinni. Í fréttinni kemur fram að takmark Samskipa sé að verða sýnilegra í Bretlandi og um allan heim.

 

Auglýsing

læk

Instagram