Ræddi við samkynhneigðan íslenskan fótboltamann sem er ekki tilbúinn að stíga fram

Í útvarpsþættinum Markmannshanskarnir hans Albert Camus, sem var á dagskrá Rásar 1 á laugardaginn, fjallaði Guðmundur Björn Þorbjörnsson um samkynhneið meðal fótboltamanna.

Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður hjá 365, skrifaði í kjölfarið bakþanka í Fréttablaðið um málið undir fyrirsögninni: Hvar eru hommarnir? „Það er nefnilega ótrúleg staðreynd að enginn hommi, sem sparkar í fótbolta, er eitthvað voðalega góður að sparka í fótbolta. Ekki opinberlega allavega,“ segir Benedikt í pistlinum. Hann var svo gestur í útvarpsþættinum Harmagedon í dag og ræddi um „hommaleysið í boltanum“ við Þorkel Mána Pétursson.

Þrátt fyrir að fótbolti sé frekar hommaleg íþrótt samkvæmt Sigríði Ásgeirsdóttur menningar­fræðingi sem var viðmælandi í þættinum.

Ekki eru til mörg dæmi um þekkta fótboltamenn sem komið hafa út úr skápnum. Justin Fashanu opinberaði samkynhneigð sína árið 1990 sem vakti mikla athygli. Annað dæmi er þýski miðjumaðurinn Thomas Hitzlsperger sem lék meðal annars með Everton og Aston Villa.

Guðmundur Björn greindi svo frá því í dag að hann hafi rætt við einn samkynhneiðgan fótboltamann sem spilar fótbolta í hæsta gæðaflokki við gerð þáttarins sem þó var ekki tilbúinn að stíga fram.

Þáttinn Markmannshanskarnir hans Albert Camus má heyra í heild hér. 

Auglýsing

læk

Instagram