Reynir Traustason varpar bombum: Gerir upp tímann á DV í bók

Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, vinnur nú að bók þar sem hann gerir upp tímann á blaðinu en hann gerðist ritstjóri árið 2007.

Þetta staðfestir hann í samtali við Nútímann en vill ekki tjá sig bókina að öðru leyti og segir það ótímabært.

Nútíminn hefur heimildir fyrir því að bókin sé langt komin. Sömu heimildir herma að Reynir ætli með bókinni að varpa mörgum bombum og að einhverjir af þeim sem eru til umfjöllunar í bókinni séu byrjaðir að kvíða útgáfunni.

Erfitt hefur reynst að fá upp gefið hvað og hverjir það eru sem eru til umfjöllunar en undirheimarnir, Árni Johnsen fá sína staði í bókinni samkvæmt heimildum Nútímans.

Eins og Nútíminn hefur greint frá var Reynir Traustason leystur undan starfskyldum sínum í kjölfarið á því að nýir eigendur tóku við DV. Hallgrímur Thorsteinsson hefur tekið við ritstjórn blaðsins.

Auglýsing

læk

Instagram