Rúður fjúka úr bílum á Suðurlandi vegna aftakaveðurs

Rúður hafa fokið úr bílum við Hvalnes og á Hlíðardansi vegna aftakaveðurs.

Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Vegagerðin hefur af þessum sökum lokað þjóðvegi nr. 1 um Hvalnes og mun hafa lokaðan þar til veður skánar.

Hugleiðingar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands

Í dag gengur á með sunnanstormi eða -roki og talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands. Hlýtt loft blæs yfir landinu og fer hiti sums staðar yfir 10 stig. Þar sem snjór liggur enn á jörðu er hætt við asahláku. Við ættum því að taka okkur saman um að greiða leið yfirborðsvatns að niðurföllum svo ekki skapist óþarfa vatnselgur. Snýst svo í suðvestanátt með skúrum eða éljum í kvöld og nótt og kólnar talsvert. Morgundagurinn verður sömuleiðis stormasamur og svalur með éljagangi, einkum á vestanverðu landinu. Viðbúið er að færð spillist þá fyrir norðan og vestan.

Áfram miklar sviptingar í veðrinu á næstunni og djúpu lægðirnar koma eins og á færibandi fram á gamlársdag. Þrátt fyrir lægðaganginn er útlitið gott fyrir gamlárskvöld; vaxandi hæðarhryggur og tilheyrandi léttviðri, ef spár ganga eftir.

Auglýsing

læk

Instagram