Sex ára strákur skrifaði Obama bréf sem fer eins og eldur í sinu um internetið

Handskrifað bréf sem hinn sex ára gamli Alex sendi Barack Obama Bandaríkjaforseta hefur farið eins og eldur í sinu um internetið. Fjallað er um bréfið á vef CNN.

Í bréfinu spyr Alex hvort Obama muni eftir sýrlenska stráknum sem sat einn í sjúkrabíl. Hann biður Obama um að sækja hann og koma með hann til sín. Alex á við Omran Daqneesh en myndin af honum fór víða.

Hér má sjá brot úr bréfinu sem Obama fékk á borðið hjá sér í Hvíta húsinu

Í bréfinu segist Alex vilja hjálpa Omran við að læra að hjóla, kenna honum ensku og að systir hans sé tilbúin að deila með honum öllu dótinu sínu. Obama las upp úr bréfinu frá Alex í ræðu sinni hjá Sameinuðu Þjóðunum á dögunum áður en hann deildi myndbandinu á Facebook þar sem Alex les bréfið sjálfur.

Búið er að horfa á myndbandið næstum því 26 milljón sinnum

Obama hefur útskýrt af hverju hann ákvað að deila bréfinu með heiminum. „Þetta bréf kemur frá sex ára dreng — ungum strák sem hefur ekki lært að vera tortryggin og hræðast fólk vegna þess hvaðan það kemur, hvernig það lítur út eða hverrar trúar það er,“ segir Obama.

Ímyndið ykkur hvernig heimurinn væri ef við værum meira eins og Alex.

Auglýsing

læk

Instagram