Barack Obama táraðist þegar hann ávarpaði Michelle í kveðjuræðunni: „Þú hefur gert mig stoltan“

Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hélt kveðjuræðu sína í Chicago í gær. Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna 20. janúar næstkomandi.

Obama táraðist þegar hann beindi orðum sínum að Michelle, eiginkonu sinni, í ræðunni. „Þú tókst að þér hlutverk sem þú baðst ekki um og eignaðir þér það með þokka og hugrekki og góðum húmor,“ sagði hann og þurrkaði tárin úr augunum.

Þú gerðir Hvíta húsið að stað sem tilheyrir öllum. Og ný kynslóð setur sér háleitari markmið vegna þess að hún hefur þig sem fyrirmynd. Þú hefur gert mig stoltan. Þú hefur gert þjóðina stolta.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram