Sex dásamlega femíniskar tilvitnanir í Björk

Viðtal við Björk Guðmundsdóttur á vef Pitchfork hefur vakið mikla athygli. Björk opnar sig upp á gátt í viðtalinu og ásamt því að tala um nýju plötuna talar hún á mjög femíniskum nótum, t.d. um hvernig konur fá oftar en ekki lítinn hluta heiðursins í tónlistarbransanum.

Nútíminn tók saman nokkrar góðar tilvitnanir.

 

„Ég finn á mér að þriðja eða fjórða femíniska bylgjan liggi í loftinu. Þannig að þetta er mögulega góður tími til að opna þetta Pandoruboxi og hleypa loftinu út.“

„Ég talaði ekki um þessa hluti í tíu ár en hugsaði svo með mér að ég væri heigull ef ég myndi ekki segja eitthvað. Ekki fyrir sjálfa mig — heldur fyrir konur.“

MutualCoremovement

„Ég vil styðja ungar konur og segja þeim að þær eru ekki að ímynda sér neitt. Þetta er erfitt. Allt sem að karl segir einu sinni þarft þú að segja fimm sínum.“

tumblr_m4i9cqa6ys1rok2afo1_500

„Konur eru lím. Það sem konur gera er ósýnilegt. Það er ekki umbunað eins ríkulega.“

tumblr_mwgdjfMd6i1t08kbco1_500

„Það liggja margar ástæður að baki þegar ég fæ ekki heiðurinn af dótinu sem ég hef gert. Eitt! Ég hef tileinkað mér það sem margar konur gera: Að láta strákana í herberginu halda að hugmyndirnar séu þeirra og styðja þær svo.“

giphy-1-1421879275

„Tvö! Ég eyði 80% af tímanum sem fer í að semja efni fyrir plötu ein. Ég sem laglínurnar. Ég er í tölvunni að vinna tónlistina. Ég vil gera það ein. Ég vil ekki vera mynduð á meðan ég geri það. Ég býð ekki fólki í heimsókn. Fólk sér svo 20% af vinnunni; þegar ég fæ strengjasveitirnar og allt hitt. Það er allt skrásett og því það sem fólk sér.“

tumblr_lnin4lhqL61qae6ufo1_500

Auglýsing

læk

Instagram