Sjö hitamál sem verða örugglega tekin fyrir í Skaupinu

Fólk hefur fundið nóg af málum til að rífast yfir á árinu. Nútíminn fór bara í loftið í ágúst þannig að hann hefur engar heimildir fyrir því hvort árið hafi verið sérstaklega tíðindamikið en það hefur einhvern veginn hvert hitamálið rekið annað.

Nútíminn tók saman lista yfir sjö hitamál sem verða örugglega í Skaupinu. Svo heppilega vill til að þau hafa öll verið örskýrð á Nútímanum þannig að þau sem vilja rifja upp geta gert það á mettíma. Þannig má líka forðast að fatta ekki brandarana á gamlárskvöld.

 

1. Lekamálið

Lekamálið hófst í 20. nóvember á síðasta ári þegar upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos var lekið úr innanríkisráðuneytinu. Fréttir upp úr upplýsingunum voru í kjölfarið birtar á Mbl.is og á forsíðu Fréttablaðsins. Gísli Freyr hefur játað að hafa lekið skjalinu.

Smelltu hér til að lesa örskýringu um málið.

2. Skuldaleiðréttingin

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ásamt verkefnisstjórn um höfuðstólsleiðréttingu, kynntu í vikunni niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar á fundi í Hörpu.

Smelltu hér til að lesa örskýringu um málið.

3. Lögreglan og hríðskotabyssurnar

orskyring-vopn

Norðmenn seldu landhelgisgæslunni 250 MP5-hríðskotabyssur. 150 byssur eru í umsjá embættis ríkislögreglustjóra og í framtíðinni verður þeim dreift til lögregluembætta landsins. DV greindi fyrst frá málinu á þriðjudag — leynd hvíldi yfir málinu þangað til.

Smelltu hér til að lesa örskýringu um málið.

4. Lögbann á Deildu og Piratebay

the_pirate_bay_black_

Þann 14. október fyrirskipaði Héraðsdómur Reykjavíkur lögbann á aðgang netnotendaVodafone og Hringdu að torrent-vefsíðunum Deildu.net og Pirate Bay (deildu.net, deildu.com, thepiratebay.se, thepiratebay.sx og thepiratebay.org).

Smelltu hér til að lesa örskýringu um málið.

5. Matarinnkaupamálið

Til stendur að hækka lægra virðisaukaskattsþrepið úr sjö prósentum í tólf prósent. Í frumvarpi fjármálaráðherra um hækkuna er gert ráð fyrir að heildarútgjöld fjögurra manna fjölskyldu séu 465 þúsund krónur á mánuði. Þar af fari 16,2 prósent í mat og drykk. Þetta jafngildir 2.477 krónum á dag fyrir fjölskylduna — eða 619 krónum á mann. Samkvæmt frumvarpinu kostar því hver máltíð 206 krónur.

Smelltu hér til að lesa örskýringu um málið.

6. Samkeppniseftirlitið sektar MS

hofudstodvar

Mjólkurbúið Kú, kvartaði til Samkeppniseftirlitsins undan því að þurfa að greiða 17 prósentum hærra verð fyrir óunna mjólk, en keppinautar sínir, sem tengjast Mjólkursamsölunni. Samkeppniseftirlitið rannsakaði málið og hefur nú sektað Mjólkursamsöluna um 370 milljónir króna fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína.

Smelltu hér til að lesa örskýringu um málið.

7. Flugvöllurinn í Vatnsmýri

flugv

Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins.

Smelltu hér til að lesa örskýringu um málið.

Auglýsing

læk

Instagram