Sjö veitingastaðir í Reykjavík ný skotmörk hakkarahópsins Anonymous

Hakk­ara­hóp­ur­inn Anonymous hef­ur bætt vefsíðum sjö veit­ingastaða í Reykjavík á lista yfir skotmörk sín. Þetta kemur fram á mbl.is. Veitingastaðirnir sem um ræðir eru Restaurant Reykja­vík, Þrír Frakk­ar, Íslenski bar­inn, Sæ­greif­inn, Grill­markaður­inn, Tap­asbar­inn og Fisk­markaður­inn og ástæðan er sú að þeir bjóða upp á hvalkjöt á matseðlum sínum.

Anonymous réðist á vefsíður stjórnarráðsins og ráðuneyta um helgina og í yfirlýsingu frá hópnum kemur fram að tilgangurinn sé að fræða fólk um hvalveiðar Íslendinga. Vefsíður HB Granda og Reðursafns­ins eru einnig á lista yfir skot­mörk sam­tak­anna.

Í yf­ir­lýs­ingu á vefsíðunni Ghost­bin kemur fram að ástæður árás­anna séu þær að Íslend­ing­ar brjóti alþjóðalög um hval­veiðar og stuðli að því að ákveðnar hval­teg­und­ir séu á barmi útrýmingar. Inn­an við 10% lands­manna borði hval­kjöt og meiri­hluti þess sé flutt­ur til Jap­ans. Veiðarn­ar séu aðeins í fjár­hags­leg­um til­gangi.

Sann­leik­ur­inn er sá að þeir gætu auðveld­lega fundið aðrar tekju­öfl­un­ar­leiðir með því að fjár­festa í hvala­skoðun­ar­ferðamennsku án þess að út­rýma hvöl­um grimmd­ar­lega

Þá kemur fram að til­gang­ur­inn sé ekki að afla hökk­ur­un­um frægðar held­ur að fræða fólk um hvað sé á seyði og til að þrýsta á breyt­ingar.

Auglýsing

læk

Instagram