Skóf ekki nógu vel og ók á Kolbrúnu Björns

„Þetta hefði getað verið miklu verr,“ segir Kolbrún Björnsdóttir fjölmiðlakona.

Ökumaður sem skóf framrúðuna á bílnum sínum ekki nógu vel ók aftan Kolbrúnu, sem var að hjóla í Norðlingaholti í morgun. Betur fór en áhorfðist.

Í samtali við Nútímann hvetur Kolbrún fólk til að fara varlega: „Ég er óbrotinn. Er bara tognuð í bakinu,“ segir hún.

Ég var að hjóla í rólegheitunum að bensínstöðinni í Norðlingaholti þegar ég ligg skyndilega í götunni. Ég áttaði mig ekki strax á hvað hafði gerst og hélt fyrst að ég hefði hjólað svona harkalega á eitthvað. Þá hafði maður, sem bæði hafði láðst að skafa almennilega framrúðuna og var blindaður af sólinni, ekið aftan á mig. En þetta hefði getað verið miklu verra.

 

Auglýsing

læk

Instagram