Skrefi nær nýrri þáttaröð af Venna Páer

Fasteignasalinn og júdókappinn Vernharð Þorleifsson hefur fengið styrk úr kvikmyndasjóði upp á 800 þúsund krónur. Um er að ræða 2. hluta handritsstyrks en Vernharð, sem er einnig þekktur sem Venni Páer, hefur unnið að nýrri þáttaröð af Venna Páer undanfarin misseri.

Gamanþættirnir Venni Páer voru sýndir árið 2006. Venni heldur lífi í aðalpersónu þáttanna, sem er einnig nafni hans, á vinsælli Facebook-síðu, og sagðist í frétt á Nútímanum vera í leit að sjónvarpsstöð:

Varðandi aðra seríu þá er hún vonandi væntanleg þar sem búið er að fá jákvæða umsögn handritið frá Kvikmyndamiðstöð en stóra spurningin er auðvitað hvort einhver sjónvarpsstöð fáist til að kaupa verkið.

Í samtali við Fréttablaðið í dag gleðst hann yfir styrknum. „Ég er auðvitað miður mín þar sem við sóttum um 810 þús en maður verður þá bara að taka eitt helgar-harkkvöld á Micrunni til að láta áætlanirnar ganga upp,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Instagram