Skrifaði opið bréf til ofbeldismanna

„Ég veit, afsakaðu að ég hegg svona nærri, að henni líður ekki vel í kynlífinu. Að oft finnst henni það ekki vitund gott en segir ekki neitt því hún er hrædd.“

Þetta segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, í opnu bréfi til ofbeldismanns sem hún birtir í Fréttablaðinu í dag. Augljóst er á skrifum Sigþrúðar að hún hefur séð ýmislegt í starfi sínu.

Ég veit að margir velta því fyrir sér af hverju hún fer ekki frá þér en mér er það meiri ráðgáta af hverju þú gerir þetta. Hvernig þú getur dregið andann eftir að hafa sparkað í hana, hrækt á hana eða kallað hana viðbjóðslega hóru.

Sigþrúður segist þrátt fyrir hræðilegar lýsingar vita að viðkomandi ofbeldismenn iðrist þegar þeir hafi verið verstir og bendir á úrræði.

„Að þú skælir jafnvel og lofar að gera þetta aldrei aftur. Og ég held að þú meinir það á þeirri stundu,“ skrifar hún.

„Það er til hjálp fyrir þig. Til dæmis meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar og raunar alls konar fagfólk sem gæti hjálpað þér við að læra að verða öðruvísi og jafnvel standa við loforðið um að síðasta skipti sem þú beittir konuna þína ofbeldi verði í rauninni það síðasta. Það verður erfitt en ég held að það gæti verið þess virði.“

Smelltu hér til að lesa pistilinn.

Auglýsing

læk

Instagram