Stefán Karl útskrifaður af spítalanum, má ekki stunda heimilisstörf eða fara út úr húsi

Leikarinn Stefán Karl Stefánsson hefur verið útskrifaður af Landspítalanum. Þar hefur hann dvalið síðustu daga vegna aðgerðar sem hann gekkst undir vegna krabbameis i í brisi.

Stefán Karl hefur ekki setið auðum höndum á spítalanum. Hann birti meðal annars mynd af sér á Imgur og svaraði spurningum aðdáenda á Reddit.

Sjá einnig: Stefán Karl jafnar sig ótrúlega hratt, segir fjölskylduna stadda í harkalegu umferðarslysi

Í fyrradag birti Stefán Karl færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann greindi frá því að hann fengi að fara heim í leyfi þann daginn.

„Það þýðir að ég má fara heim og máta mig við heimilislífið í nokkra klukkutíma en fer svo aftur á spítalann upp úr kvöldmat. Ég er ennþá á miklum lyfjum og má almennt ekki gera neitt, t.d. er ég með uppá skrifað að ég má ekki stunda nein heimilisstörf í 8 vikur (mæli með þessu bara fyrir það). Ekki lyfta neinu þyngra en 3 kílóum (lofta því hvort sem er ekki) og ekki fara út úr húsinu sem er fínt enda mannafælinn með eindemum. Þannig að, þetta er allt að koma, en eitt skref í einu,“ skrifar hann. 

Auglýsing

læk

Instagram