Stefán pirraður: „Stærsta fokk you merki sem ég hef fengið í þessi 10 ár sem ég hef haldið Eistnaflug“

Stefán Magnússon, forsprakki tónlistarhátíðarinnar Eistnaflug, er afar ósáttur við að Uppbyggingarsjóður Austurlands horfði framhjá hátíðinni þegar styrkjum var úthlutað í gær.

Stefán skrifar um málið á Facebook-síðu sína og segist vera verulega pirraður.

Það sem ég er að benda á hér er það að það er enginn menningarviðburður á Austurlandi sem hefur önnur eins áhrif á Austurland og Eistnaflug.

Stefán reiknar með að 2.000 manns mæti á Eistnaflug í ár en hátíðin verður haldin í 11. skipti. Hann segir 500 erlenda gesti þegar hafa boðað komu sína ásamt 60 ljósmyndurum og blaðamönnum.

Þá segir hann hátíðina auka sölu í verslunum í Fjarðarbyggð um „milljón prósent“ og að hótel á svæðinu njóti góðs af gestum hátíðarinnar.

„Sjóðnum fannst Eistnaflug 2015 ekki nógu merkilegt og ákvað að styrkja okkur ekki. Ég er búinn að velta þessu fyrir mér í nokkra daga og reyna að skilja þessa ákvörðun,“ segir Stefán.

„Þegar ég fæ svona skilaboð þá veltir maður því fyrir sér hvað maður er eiginlega að rembast hérna í Kópavogi að halda þessum viðburði áfram fyrir austan. Þetta er án efa stærsta fokk you merki sem ég hef fengið í þessi 10 ár sem ég hef haldið Eistnaflug.“

Auglýsing

læk

Instagram