Stöðumælavörður ruglaðist á traktor og Toyotu

Ökumaður í miðbæ Reykjavíkur var sektaður í gærmorgun eftir að tíminn sem hann hafði greitt fyrir rann út. Þegar hann skoðaði sektina betur sá hann að bílastæðavörðurinn hafði gert mistök og slegið inn rangt bílnúmer. Það varð til þess að óheppinn bóndi í Húnavatnshreppi fékk stöðumælasekt á New Holland dráttarvél sína í miðbæ Reykjavíkur.

Ökumaðurinn Páll Bergmann greiddi sektina og bjargaði þannig bóndanum frá því að flækjast inn í bílastæðakerfi Reykjavíkurborgar á blárri New Holland dráttarvél.

Sérstakar reglur gilda um akstur dráttarvéla í miðborg Reykjavíkur. Skemmst er að minnast þegar ökumaður dráttarvélar var stöðvaður þar sem hann ók dráttarvél um fjölfarna umferðargötu í borginni.

Maðurinn fór afar hægt yfir, olli nokkrum vandræðum og tafði fyrir umferð. Var maðurinn látinn leggja dráttarvélinni við vegkantinn en leyft að halda áfram þegar umferð minnkaði.

Líkurnar á því að bóndinn úr Húnavatnshreppi ætti erindi í miðbæ Reykjavíkur á dráttarvélinni eru því hverfandi.

 

Auglýsing

læk

Instagram