Strípalingur særir blygðunarkennd íbúa Seltjarnarness, baðar sig nakinn í vaðlauginni við Gróttu

Ásgerður Hall­dórs­dótt­ir, bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi, bauð manni sem baðaði sig reglulega nakinn í vaðlauginni við Gróttu sundkort í von um að hann myndi hætta að særa blygðunarkennd bæjarbúa. Þetta kemur fram á mbl.is.

Maður hefur vanið komu sína í Bolla­stein, lista­verkið og vaðlaug­ina við Gróttu á Seltjarn­ar­nesi. Í umræðu um ferðamenn á svæðinu í Face­book-hópi íbúa Seltjarn­ar­ness segir Soffía Karls­dótt­ir, sviðsstjóri menn­ing­ar- og sam­skipta­sviðs Seltjarn­ar­nes­bæj­ar, að vaðlaugin sé fyrst og fremst hugsuð sem laug til að dýfa tán­um ofan í, sitja og njóta út­sýn­is­ins.

Það er erfitt að banna fólki að stinga sér ofan í lista­verkið.vEn það varðar við lög að vera nak­inn á al­manna­færi og það sær­ir blygðun­ar­kennd margra.

Ein­hverj­ir ein­stak­ling­ar hafa þó verið staðnir að því að baða sig í pott­in­um eft­ir sjó­sund líkt og strípalingurinn sem vanið hafði komu sína í pott­inn dag­lega. Hann hafnaði boði bæj­ar­stjór­ans um sund­kort í sund­laug­ina á Seltjarn­ar­nesi á þeim forsendum að hann átti kort í sund­laug­ina og hafði því lít­il not fyr­ir annað.

Auglýsing

læk

Instagram