Styttist í fyrstu giftinguna ofan í Langjökli

Í maí stendur til að opna 800 metra löng ísgöng og hella með veitingasölu, kapellu og sýningarsal í Langjökli.

Framkvæmdir hófust í vor, en undirbúningur árið 2010. Forsvarsmenn fyrirtækisins Icecave áætla að taka árlega á móti 25 til 30 þúsund ferðamönnum í jöklinum, um 30 metrum undir yfirborðinu. Fjallað var um framkvæmdina í tímaritinu National Geographic í desember.

Í göngunum er gert ráð fyrir bar með veitingasölu og kapellu. Það verður því hægt að gifta sig ofan í jöklinum.

Lengja þarf innganginn um sex metra reglulega svo að nýfallinn snjór stífli hann ekki. Myndin er af Facebook-síðu Icecave. Þar er hægt að fylgjast með gangi mála.

Hitastig inn í göngunum verður núll tim fimm gráður.

Í frétt RÚV frá því í sumar segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Icecave, að fjárfestingin sé dýr. „Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 200-300 milljónir,“ segir hann.

Í sömu frétt segir Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og ráðgjafi verkefnisins, að sé ekki hættulegt að fara svona langt ofan í göngin þrátt fyrir að hann hopi hratt:

Við erum í 1250 metra hæð með þessa holu, þessi göng og þar er rýrnunin hæg, hún er minnst þar uppi, kannski mæld í tugum sentimetra á ári og svo kemur það á móti að göngin eru öll að síga, jökullinn er allur á ferð frá efstu hæðum út til jaðranna, þannig að því leitinu til er þetta gáfulegasti staðurinn og mun betri en þessi ísgöng sem eru til víða í heiminu sem eru í jöðrum jökla.

Auglýsing

læk

Instagram