Systurnar Hlín Einars og Malín Brand játa að hafa reynt að kúga forsætisráðherra

Uppfært kl. 11.21: Malín og Hlín hafa játað.

Konurnar tvær sem handteknar voru í aðgerðum lögreglunnar á föstudag vegna fjárkúgunartilrauna á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra eru systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand. Þetta kemur fram á Vísi.is

Sjá einnig: Handteknir fyrir að reyna að kúga milljónir úr Sigmundi Davíð

Hlín Einarsdóttir var áður ritstjóri Bleikt.is. Malín Brand er bílablaðamaður á Morgunblaðinu en samkvæmt frétt Vísis er hún komin í leyfi frá störfum til 1. ágúst næstkomandi.

Í frétt Vísis um málið í morgun kom fram að þær hafi reynt að kúga milljónir út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra.

Þá kom fram að þeir hafi sett kröfur sínar fram í bréfi sem barst Sigmundi og fjölskyldu. Þar var þess krafist að þau myndu reiða fram nokkrar milljónir króna ella yrðu upplýsingar sem áttu að vera viðkvæmar fyrir forsætisráðherra gerðar opinberar.

Á Vísi kemur fram að hvorki Malín né Hlín séu í haldi lögreglunnar.

Auglýsing

læk

Instagram