Þegar Ólafur Darri hitti Jennifer Aniston: „Ég gat ekki talað“

Leikarinn Ólafur Darri var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði meðal annars ansi skemmtilega sögu af því þegar hann hitti leikkonuna Jennifer Aniston. Hlustaðu á viðtalið hér fyrir neðan.

Ólafur leikur í kvikmyndinni The Last Witch Hunter, sem var frumsýnd í vikunni. Hann berst við Vin Diesel í myndinni en ásamt þeim fara Michael Caine, Elijah Wood og Rose Leslie með stór hlutverk.

Sjá einnig: Vin Diesel með Darra vini sínum

Ólafur Darri fór um víðan völl í viðtalinu og ræddi um leiklistarbransann og hvernig tæknin hefur opnað dyr fyrir íslenska leikara í Hollywood. Spurður hvort hann verði einhvern tíma starstrucked þegar hann hittir kollega sína vestanhafs sagði Ólafur að það hafi bitið hann þegar hann átti síst von á því.

„Mín starstrucked-saga er mjög fyndin,“ sagði hann léttur.

Ég hitti Jennifer Aniston einu sinni. Ég átti vin sem var að leika í bíómynd með henni og hann bauð mér á sett að hitta hana. Ég og konan mín vorum bæði og ég var með sólgleraugu.

Ólafur sagði að hann hafi sem betur fer verið með sólgleraugun þar sem hann stóð bara, slefaði og kom ekki upp orði. „Konan mín talaði bara og ég sagði eiginlega ekki neitt, eins og ég væri fúll eða eitthvað. Ég gat ekki talað.“

Ólafur fer með hlutverk í kvikmyndinni The BFG sem verður frumsýnd á næsta ári. Steven Spielberg leikstýrir myndinni og Ólafur sagði í viðtalinu í Bítinu að hann væri afar indæll maður.

„Steven Spielberg er svo indæll. Með indælli mönnum sem ég hef kynnst. Maður myndi ekki halda að hann væri sá leikstjóri sem hafi náð hvað mestum árangri í lífinu.“

Hlustaðu á viðtalið við Ólaf Darra hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram