Þjálfari Suður-Kóreu lét leikmenn sína skiptast á treyjum til að rugla sænska „njósnara“ í ríminu

Shin Tae-yong þjálfari landsliðs Suður-Kóreu í fótbolta lét leikmenn liðsins skiptast á treyjum í vináttulandsleikjunum fyrir HM til að rugla sænska „njósnara“ sem voru á leikjunum. Hann sagði erfitt fyrir Vesturlandabúa að greina á milli Asíubúa og gerði þetta því til að rugla þá sænsku í ríminu.

Þjálfarinn greindi frá þessu á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Svíþjóð í dag. Hann segist hafa tekið þessa ákvörðun því liðið hafi ekki viljað sýna andstæðingum sínum, Svíunum, allt og líka til að rugla þá í ríminu.

„Þeir gætu þekkt nokkra leikmenn liðsins en það er afar erfitt fyrir Vesturlandabúa að greina á milli Asíubúa og þess vegna gerðum við þetta“ sagði þjálfari Suður-Kóreu á blaðamannafundi fyrir leikinn.

Eftir að fregnir bárust af því að útsendarar sænska landsliðsins væru að fylgjast með æfingum þess suður-kóreska ákvað þjálfarinn að beyta þessum brögðum í vináttulandsleikjum við Bólivíu og Senegal fyrr í mánuðinum en það voru aðeins þeir Son Heung-min, framherji hjá Tottenham, og Ki Sung-yeung, fyrirliði landsliðs Suður-Kóreu, sem voru í sínum eigin treyjum. Aðrir leikmenn skiptust á treyjum við liðsfélaga sína.

Þessi óvenjulegi gjörningur virðist ekki gefið Suður-Kóreumönnum mikið því liðið tapaði gegn Svíþjóð í fyrsta leik liðanna á HM í Rússlandi.

Auglýsing

læk

Instagram