Þorgrímur Þráinsson hættir við forsetaframboð

Þorgrím­ur Þrá­ins­son rit­höf­und­ur er hætt­ur við að fara í for­setafram­boð. Þetta kemur fram á mbl.is.

Sjá einnig: Þrjár sögur af handahófskenndum góðverkum Þorgríms Þráinssonar

„Ég er ekki að fara í fram­boð, það er al­veg á hreinu,“ seg­ir Þorgrím­ur á mbl.is. Í grein í Morgunblaðinu í dag segir hann áhuga sinn á embættinu hafa farið dvínandi.

Brátt eru liðnir fimm mánuðir frá því ég var spurður, al­gjör­lega óvænt, hvort ég hefði hugsað mér að sækj­ast eft­ir því að verða næsti for­seti Íslands. Af heiðarleika og hrein­skilni svaraði ég ját­andi. Á síðustu vik­um hef­ur áhug­inn á embætt­inu fjarað út, af marg­vís­leg­um ástæðum.

Þorgrímur bauð sig fram í nóvember og vakti framboðið talsverða athygli. Hann sagðist ekki ætla í kosningabaráttu og ætlaði að starfa með fótboltalandsliðinu á EM á meðan kosningarnar fara fram.

Auglýsing

læk

Instagram