Þorsteinn segir Sigríði hætta sér út á hálan ís: „Ég held að við ættum bara að halda okkur við að horfa á óleiðréttan launamun og loka því gati“

Auglýsing

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hætta sér út á hálan í með ummælum sínum um launamun kynjanna. Sigríður sagði í færslu á Facebook-síðu sinni í gær að ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins um meðalatvinnutekjur kvenna og karla sé röng.

Þorsteinn bendir á að það sé rétt hjá Sigríði að horfa þurfi til ýmissa þátta sem skýri launamun kynjanna en það sé líka vert að hafa í huga að þeir þættir eru margir hverjir fjarri því að vera málefnalegir eða merki um jafnrétti á vinnumarkaði.

Sigríður sagði að launamunur kynjanna væri í raun um 5 prósent samkvæmt tölum Hagstofunnar ef tillit væri tekið til þátta á borð við vinnu, vinnutíma, menntun, reynslu eða mannaforráða. Hún sagði einnig að þessi kynbundni munur gæfi ekki tilefni til þess að álykta nokkuð um kynbundið misrétti.

Þá benti hún á að ungar konur hjá hinu opinbera væru með hærri tekjur en karlar á sama aldri og lagði til að þær myndu mæta aðeins fyrr til vinnu í morgun.

Auglýsing

Þorsteinn segir að í þeirri launakönnun Hagstofunnar sem Sigríður vísi í sé meðal annars tekið til mannaforráða og ábyrgðar. Það sé nokkuð stór skýribreyta þar sem konur séu um 20 prósent stjórnenda á vinnumarkaði.

„Ekki vegna þess að þær hafi lakari menntun eða skort á metnaði heldur vegna þess að þær búa við mun lakari framgang í starfi en karlar. Það heitir glerþak og ætti að vera fólki sem lætur jafnréttismálin sig varða ágætlega kunnugt. Sá launamunur sem af þessu stafar er því einmitt merki um skort á jafnrétti á vinnumarkaði en ekki öfugt,“ segir Þorsteinn.

Hann segir að í launakönnuninni sé einnig tekið tillit til sambúðarstöðu og barnafjölda sem hvoru tveggja hafi jákvæð áhrif á laun karla en lítil sem engin, og jafnvel neikvæð áhrif á laun kvenna.

Held við hljótum flest hver að vera sammála um að það sé ekkert málefnalegt við þetta. Á raunar ekkert erindi í launarannsókn sem þessari að „leiðrétta“ launamun fyrir slíkum þáttum. Reykjavíkurborg geri það til að mynda ekki í sínum launarannsóknum

Þá bendir hann á að ekki sé tekið tillit til mats okkar á verðmæti ýmissa starfa í könnuninni. Dæmigerðar kvennastéttir, svo sem kennarar, hjúkrunarfræðingar og fleira séu að jafnaði mun verr launaðar stéttir en fjölmennar karlastéttir.

„Ég held að við ættum bara að halda okkur við að horfa á óleiðréttan launamun og loka því gati. Og það er alveg óþarfi fyrir konur að „mæta aðeins fyrr í fyrramálið“. Þær eru löngu búnar að vinna fyrir þessum klukkustundum. Á hverjum degi raunar,“ segir hann að lokum.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram