Þurfti að gangast undir aðgerð eftir að hafa verið stöðvaður með 41 pakkningu af fíkniefnum innvortis

Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var hætt kominn þegar pakkning með fíkniefnum sem hann hafði innvortis fór að leka. Maðurinn var fluttur á Landspítalann þar sem hann gekkst undir aðgerð þar sem efnin voru fjarlægð. Þar kom í ljós kom að maðurinn var með 41 pakkningu af fíkniefnum innvortis.

Rúv.is greinir frá þessu en tollverðir stöðvuðu manninn á Keflavíkurflugvelli þegar hann kom til landsins frá Manchester 31. október síðastliðinn. Í pakkningunum voru 300 grömm af kókaíni og 60 grömm af fíkniefninu ecstacy. Lögreglan telur málið upplýst.

Auglýsing

læk

Instagram