Þýski skatturinn vill upplýsingar um greiðslur Airbnb til fasteignaeigenda tíu ár aftur í tímann

Skattrannsóknarstjóri Þýskalands hefur óskað eftir hjálp yfirvalda í Írlandi að fá afhentar upplýsingar um greiðslur Airbnb til fasteignaeigenda tíu ár aftur í tímann vegna gruns um skattundanskot. Höfuðstöðvar Airbnb í Evrópu eru í Írlandi og samkvæmt frétt vef dagblaðsins Ziet er talið líklegt að þýsk yfirvöld fái þessi gögn í hendurnar.

Í frétt Ziet um málið kemur fram að fái þýsk yfirvöld gögnin verði þau skoðuð til að sjá hvort leigusalarnir hafi tilgreint leigutekjur á skattframtölum sínum.

Vilji er til að skoða gögn allt að tíu ár aftur í tímann auk þess sem þýsk yfirvöld áskilja sér rétt til að leggja sex prósent vexti á ári á vanskil á skattgreiðslum ásamt sektum og öðrum refsingum.

Þessar fréttir koma í kjölfarið á því að Airbnb hefur nú í fyrsta skipti fallist á að afhenda skattayfirvöldum í Danmörku gögn um útleigu á húsnæði til að sjá hvort greiddur sé skattur af tekjunum.

Auglýsing

læk

Instagram