Tísti í beinni á meðan hann keppti í Útsvari

Svo virðist sem Vífill Atlason, nemi og að eigin sögn nýkjörinn formaður húsfélagsins í fjölbýlinu sem hann býr í, hafi verið virkur á Twitter á meðan hann keppti fyrir hönd Akraness í Útsvari á föstudagskvöld.

Reykjavík vann Akranes með 62 stigum gegn 56 í miklum spennuleik.

Sjá einnig: „Ég var ekki að þessu sjálfur“

Á aðgangi Vífils birtust fyrstu tístin um það leyti sem keppnin var að hefjast og viðurkenndi hann til dæmis að það séu aðeins tvær íbúðir í „fjölbýlinu“ sem hann sagðist búa í. Þá grínaði hann með að Vera Illugadóttir, keppandi í liði Reykjavíkur, væri í skyrtu sem hann hafði týnt um daginn.

Og hann hélt áfram. Þegar um 20 mínútur voru liðnar af leiknum komu þessar færslur.

Og hann hélt áfram reglulega í gegnum leikinn. Nútíminn skoðaði þáttinn og svo virðist sem hann hafi náð að leyna því vel í útsendingunni hversu virkur hann var á Twitter.

Þegar leikurinn var um það bil hálfnaður fengu Skagamenn að velja spurningu úr flokkunum Glámur, Skrámur, Klám og Klovn. Vífill fékk að ráða og tilkynnti það um leið á Twitter.

Og þegar lítið var eftir að leiknum urðu tístin steiktari.

Og Skaginn tapaði.

Og liðin enduðu á að skiptast á gjöfum.

Auglýsing

læk

Instagram