Tók þátt í 165 leikjum á Facebook en vann aðeins einu sinni

Þór Sigurðsson vildi athuga hvort að það væru einhverjar líkur á að fá vinning í leikjum á Facebook og hvort að fyrirtæki gefi upp vinningshafa. Hann tók því þátt í öllum Facebook leikjum sem hann fann í desember. Þór tók þátt í 165 leikjum en vann aðeins einn vinning.

Þór segir í nýjum pistli á Nútímanum að hann hafi átt von á að ná að taka þátt í 100 leikjum frá 1. til 23. desember.

En þeir urðu þegar upp var staðið 165 talsins og það þrátt fyrir að ég geri fyllilega ráð fyrir að hafa ekki náð öllum leikjunum sem í boði voru en tel að hafi verið hátt í 200 talsins. Áhugavert var að sjá að af þessum 165 leikjum þá voru 72 ætlaðir konum  en einungis 14 voru fyrir karla og 79 hentuðu báðum kynjum.

Þrátt fyrir þessa miklu leikjagleði á Facebook vann Þór aðeins einn vinning: Tvo miða á tónleika með Björgvini Halldórs í Bæjarbíói í Hafnarfirði.

„Þrátt fyrir að nota þá aðferð að reyna alltaf að nefna vöruna sem var verið að gefa í ummælum og deilingu og skrifa af hverju ég ætti að fá vinning þá hafði ég ekki meira upp úr þessu en þennan eina ofangreinda vinning,“ skrifar Þór.

Smelltu hér til að lesa pistil Þórs.

Auglýsing

læk

Instagram