Tóku upp hanskann fyrir himbrimann sem beit Heiðdísi í brjóstið og færðu henni skaðabætur

Eigendur Himbrima, sem framleiðir gin undir sama nafni, ákváðu að taka upp hanskann fyrir fuglinn sem beit Heiðdísi Ingu Hilmarsdóttur fast í brjóstið og færa henni skaðabætur fyrir hönd fuglsins.

Sjá einnig: Himbrimi beit Heiðdísi fast í brjóstið og það náðist á mynd: „Eins og ég sé mað nýfætt barn á brjósti“

Heiðdís Inga og Birgitta Steingrímsdóttir, fengu að fara í svokallað himbrimafelt þegar þær unnu að rannsókn á fuglaþekkingu barna og gerð spilsins Fuglafárs og fengu að fylgjast með því þegar fuglinn var fangaður, mældur og merktur.

Þegar búið var að mæla og merkja himbrimann fékk Heiðdís að halda á honum fyrir myndatöku. Fuglinn var ekki ánægður með það og beit hana fast í brjóstið.

„Við vildum færa Heiðdísi sárabót fyrir framgöngu himbrimans í sumar. Við erum fullvissir að sættir takist á ný enda Heiðdís mikill fuglavinur,“ segir á Facebook-síðu Himbrima en þeir Óskar Ericsson, Haraldur Gísli Sigfússon og Fannar Guðmundsson eru eigendur merkisins.

Óskar bjó til fyrstu skammtana af gininu Himbrima fyrir sig og fjölskyldu sína til að taka með í veiðiferðir. Þeir Haraldur og Fannar gengu svo til liðs við hann á þessu ári og geta nú fleiri notið Himbrimans.

 

Auglýsing

læk

Instagram