Lögreglan hefur handtekið tvo karla sem eru grunaðir um rán í Pétursbúð í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Þeir bíða nú yfirheyrslu.
Í ráninu í gær var starfsmanni verslunarinnar ógnað með barefli. Ræningjarnir komust á brott með peninga og tóbak. Starfsmanninn sakaði ekki en var að sjálfsögðu brugðið. Hann brást rétt við erfiðum aðstæðum, samkvæmt lögreglu.