Tveir karlar og kona kúguðu milljón af gömlum bónda sem hafði beitt hana kynferðislegu ofbeldi

Þrír einstaklingar, tveir karlar og ein kona, játuðu fyrir héraðsdómi Norðurlands eystra að hafa farið inn á heimili áttræðs karlmanns í Þingeyjarsveit í apríl í fyrra og haft í hótunum við hann. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Fólkið taldi að maðurinn skuldaði konunni peninga þar sem hann hafði beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún var yngri í sveit á sama bæ og hann. Hann hlaut dóm fyrir brotin á sínum tíma.

Fólkið stal greiðslukorti mannsins ásamt fjölda smáhluta og reyndi að millifæra milljón af heimabanka hans. Sakborningar voru allir í mikilli vímuefnaneyslu þetta umrædda kvöld.

Í Fréttablaðinu kemur fram að einn sakborninganna tók upp um 20 mínútna langa hljóðskrá og var hluti hennar spilaður fyrir réttinum. Í hljóðbrotinu heyrast þau hóta ellilífeyrisþeganum.

Þá sagði konan að vegna óuppgerðra saka við manninn skyldi hún kæra hann fyrir nauðgun sem þau myndu nota gegn honum.

Þau voru kærð fyrir fjárkúgun, gripdeild og ógnanir sem þau höfðu í frammi við ellilífeyrisþegann.

Auglýsing

læk

Instagram