11 íslenskir tístarar sem þú ættir að elta

Langar þig að byrja á Twitter? Ertu á Twitter en skilur ekki til hvers er ætlast af þér eða hvað á að vera skemmtilegt við þetta? Til þess að njóta sín á Twitter þarf fyrst og fremst að elta skemmtilega tístara. Nútíminn mælir með þessum.

 

Logi Bergmann fréttamaður sýnir sinn innri mann og pabba á Twitter.

Unnsteinn Manúel tónlistarmaður og sjónvarpsstjarna tístir um þáttinn Hæpið og fleira áhugavert.

Bergur Ebbi Benediktsson uppistandari, lögfræðingur og nemi hefur komið víða við og hefur því afar sérstaka innsýn í samfélagið. Hann segir líka brandara.

Berglind Pétursdóttir dansari, plötusnúður og sjávarréttaráðherra Íslands hefur flest í flimtingum en deilir einnig reynslu sinni og visku með fylgjendum sínum.

Hrafn Jónsson kvikmyndagerðarmaður og pistlahöfundur tístir um bæði þung og léttvæg málefni.

Kristinn R. Ólafsson útvarpspistlarinn og þýðandinn er nýr á Twitter en er nú þegar kominn með sterka nærveru þar líkt og á öðrum stöðum.

Dóri DNA stingur reglulega á kýli samfélagsins og er duglegur að kynnast fylgjendum sínum.

https://twitter.com/DNADORI/status/536921022461911040

https://twitter.com/DNADORI/status/537611524387659776

Árni Vilhjálmsson tónlistamaður tístir bæði hnyttnu og óborganlegu.

Þóra Tómasdóttir rithöfundur er búsett erlendis og leyfir þeim sem elta hana að fylgjast með sínu daglega lífi.

Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tístir um skipulagsmál, pólítík og annað sem vekur áhuga hans.

Eygló Hilmarsdóttir vinnur í Borgarleikhúsinu og með sjálfstæðum leikhópi sem vinnur að uppsetningu leikritsins Konubörn.

https://twitter.com/eygloh/status/534870142837325824

Auglýsing

læk

Instagram