today-is-a-good-day

Veggspjald í Vestmannaeyjum: „Sofandi samþykkir ekkert”

Lögreglan í Vestmannaeyjum, ÍBV, Vestmannaeyjabær og Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafa gefið út veggspjald sem á að vekja fólk til umhugsunar um nauðgunarbrot og hafa forvarnargildi.

Veggpsjaldið er sagt vera með skýrum skilaboðum um nauðganir gegn sofandi fólki og ber yfirskriftina „Sofandi samþykkir ekkert”.

„Eins og fram kemur í texta spjaldsins er allt að helmingur tilkynntra nauðgana brot gegn sofandi fólki. Það er von okkar sem að verkefninu stöndum að auglýsingin veki fólk til umhugsunar um þessi alvarlegu brot, auki skilning á þeim og hafi forvarnargildi. Auk þess hvetjum við mögulega þolendur til að leita sér aðstoðar hið fyrsta,” segir í tilkynningu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

Á veggspjaldinu, sem má sjá hér að neðan, segir að um helmingur tilkynntra nauðgana séu brot á sofandi fólki og að algeng refsing fyrir nauðgun á sofandi manneskju sé 2 og hálft ár í fangelsi. Þá er þolendum bent á að leita til læknis, lögreglu eða einhvers sem þeir treysta.

Lögreglan í Vestmannaeyjum, ÍBV, Vestmannaeyjabær og Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafa gefið út veggspjald með skýrum…

Posted by Lögreglan í Vestmannaeyjum on Fimmtudagur, 2. ágúst 2018

Auglýsing

læk

Instagram