Fara í samkeppni við bankana í gegnum Aur-appið, hægt að sækja um lán upp á eina milljón

Greiðsluappið Aur hyggst gefa út greiðslukort og bjóða viðskiptavinum sínum lán frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Aur.

Í tilkynningunni kemur fram að Aur, sem eru í eigu Nova, sé þar með komið í samkeppni við bankana og önnur lánafyrirtæki. Í tilkynningunni kemur einnig fram að með nýrri evrópskri reglugerð um greiðsluþjónustu, sem tekur gildi á næsta ári, séu bankar skyldaðir til að hleypa öðrum þjónustuaðilum inn í viðskiptakerfi sín.

„Það mun stórauka samkeppni á bankamarkaði og gefa neytendum frjálsara val um hvert þeir beina viðskiptum sínum,“ segir í tilkynningunni.

Greiðslukortin sem Aur býður upp á verða fyrirframgreidd og hægt verður að sækja um lán upp á allt að eina milljón króna.

Auglýsing

læk

Instagram