Vel heppnað upphaf herferðarinnar Bréf til bjargar lífi

Gagnvirkri ljósainnsetningu Íslandsdeilar Amnesty International Lýstu upp myrkrið var ýtt úr vör á föstudag við Hallgrímskirkju en henni er ætlað að vekja athygli á árlegri herferð samtakanna. Markmið innsetningarinnar er að fá almenning til að grípa til aðgerða með því að ljá undirskrift sína vegna tíu áríðandi mála einstaklinga og hópa sem sæta grófum mannréttindabrotum og þrýsta á stjórnvöld í viðkomandi ríkjum að gera úrbætur. Þetta kemur fram í tilkynningu  frá Amnesty International.

Mikil ánægja var meðal gesta á ljósainnsetningunni en hátt í 2000 undirskriftir söfnuðust á aðeins örfáum klukkutímum við Hallgrímskirkju á föstudag . “Markmið herferðarinnar Bréf til bjargar lífi í ár er að safna í það minnsta 50.000 undirskriftum, fram til 16. desember, á bréf til viðkomandi stjórnvalda vegna málanna tíu “ segir í tilkynningunni.

Bryndís Bjarnadóttir, herferðastýra Íslandsdeildar Amnesty International sagðist bjartsýn á að markmiðinu verði náð og benti á að máttarstólpi allrar mannréttindabaráttu fælist í samtakamættinum. „Í gegnum árin hefur Amnesty International lýst upp myrkrið í lífi þolenda mannréttindabrota um heim allan.“

Auglýsing

læk

Instagram