Velskur stuðningsmaður Swansea fær að nefna barnið sitt „Gylfi“ ef hann fær 10 þúsund læk

Rhys Stranaghan, stuðningsmaður velska liðsins Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, vill nefna ófætt barn sitt „Gylfi“ í höfuðið á Gylfa Sigurðssyni. Rhys hefur sett inn færslu á Facebook þar sem hann hvetur fólk til að læka. Fái hann 10 þúsund læk á færsluna fær hann ósk sína uppfyllta.

Gylfi Sigurðsson hefur verið langbesti maður Swansea á tímabilinu en liðið berst nú fyrir lífi sínu í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu í leik á móti Manchester United um helgina og jafnaði leikinn, sem fór 1-1.

Rhys birti í kjölfarið á marki Gylfa sónarmynd á Facebook og sagði að Sammy Jo, sambýliskona hans, hafi gefið grænt ljós að barnið fengi nafnið „Gylfi“ ef lækin verða 10 þúsund. Hann er þegar kominn upp í 2.400 læk og á ærið verkefni framundan.

Færsluna má sjá hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram