Viðskiptavinir eignast hluti í JÖR

Eigendur tískuvörumerkisins og verslunarinnar Jör eru nú að ljúka hlutafjáraukningu sem á að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins við Laugaveg. Hlutaféð er aukið með hópfjármögnun þar sem viðskiptavinum Jör er boðið að fjárfesta og fá í staðinn inneign í versluninni og lítinn hlut í fyrirtækinu. Þetta kemur fram á Vísi.

Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Jör, segir í samtali við Vísi að tilgangurinn sé að styrkja reksturinn hér heima.

Þetta er ekki alveg komið á hreint en þessi hópur mun eiga lítinn hlut í Jör og þetta er hugsað til þess að styrkja reksturinn hér heima en ekki til útrásar eða eitthvað slíkt. Þetta eru kúnnar hjá okkur og hver fjárfesting hleypur á hundruðum þúsunda en ekki meira en það.

Gunnar og Guðmundur höfðu rætt við aðra fjárfesta um aðkomu þeirra að fyrirtækinu en ákváðu svo að fara hópfjármögnunarleiðina. Gunnar segir á Vísi að þetta hafi verið tímafrekt ferli sem hefði getað endað á hvorn veginn sem er.

„Því ákváðum við að fara í hópfjármögnunina, þar sem við gátum haft stjórn á ferlinu, og höfðum samband við þá aðila sem hafa bæði verslað hjá okkur og við vissum að væru áhugasamir. Þetta var góður skóli sem innviklar fleiri í þetta fyrirtæki,“ segir hann.

„Draumurinn er svo að geta opnað verslanir erlendis. Það eru því mjög spennandi tímar framundan.”

Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Instagram