Viðurkennir að hafa gengið of langt í umfjöllun um ránið á Kardashian, fjarlægir allar fréttirnar

Fred Mwangaguhunga, stofnandi slúðurmiðilsins MediaTakeout, hefur viðurkennt að of langt hafi verið gengið í umfjöllun um ránið sem Kim Kardashian West varð fyrir í París í Frakklandi fyrir tæpum tveimur vikum.

Sjá einnig: Khloe Kardashian tjáir sig um líðan Kim eftir ránið, henni líður ekki mjög vel

Raunveruleikastjarnan höfðaði mál á hendur miðlinum á þriðjudaginn. Þrjár fréttir voru birtar um ránið en þar kom fram að frönsk yfirvöld teldu að stjarna og móðir hennar, Kris Jenner, hefðu logið til um ránið.

Mwangaguhunga segir að markmið miðilsins hafi verið að veita sem nákvæmastar upplýsingar eins fljótt og auðið var. Þegar hann líti til baka sé ljóst að mistök voru gerð. „Það er ljóst að umfjöllun okkar kom illa við hana og við viljum það ekki,“ segir hann.

Mwangaguhunga leggur áherslu á að Kardashian sé ekki aðeins stjarna, hún sé manneskja.

Hún er móðir, hún er eiginkona og hún var fórnarlamb ofbeldisfulls glæps. Hún átti þetta örugglega ekki skilið og hún átti skilið að henni væri trúað.

Búið er að fjarlægja fréttirnar á síðunni og Mwangaguhunga á von á því að málið verði leyst fljótlega.

Auglýsing

læk

Instagram