Vinsældir Netflix á Íslandi aukast

Tveir af hverjum þremur Íslendingum er með aðgang að Netflix á heimili sínu. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR. Mikil aukning hefu verið á vinsældum Netflix hér á landi. Nú eru um 67 prósent með aðgang að veitunni sem er 8 prósentustiga hækkun á einu ári. Fyrir tveimur árum var um þriðjungur landsmanna með aðgang.

Netflix er áberandi vinsælast hjá ungu fólki en um 90 prósent Íslendinga á aldrinum 18-29 ára er með aðgang. Til samanburðar eru 24 prósent fólks á eftirlaunaaldri með aðgang að Netflix.

Ekki var mikill munur á svörum eftir kyni en talsvert fleiri hafa aðgang að Netflix á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni.

Aðgengi að Netflix vex með auknum tekjum. Lík­ur á að ein­hver heim­il­is­manna svar­enda væri með áskrift að Net­flix jókst einnig með auk­inni mennt­un.

Stuðningsfólk Viðreisnar og Pírata var líklegast til þess að segja að einhver á heimili sínu væri með áskrift þegar litið var til stjórnmálaskoðana. Stuðningsfólk Framsóknarflokksins er ólíklegast til að vera með aðgang en aðeins rúmur helmingur þeirra sagðist vera með áskrift.

Auglýsing

læk

Instagram