Way Down We Go með Kaleo í þriðja sæti á lista Billboard fyrir árið 2016

Hljómsveitin Kaleo er í þriðja sæti á lista Billboard fyrir árið 2016 með lag sitt Way Down We Go. Billborg útnefnir sveitina einnig sem bestu nýju rokkhljómsveit ársins. Þetta er besti árangur nýrrar rokksveitar síðan Gotye gaf út lagið Somebody that I used to know árið 2012.

Way Down We Go fór í efsta sæti bandaríska Billboard Alternative-listans fyrr á árinu. Lögin á listanum eru þau mest spiluðu á útvarpsstöðvum í Bandaríkjunum sem sérhæfa sig í rokktónlist.

Sjá einnig: Fyrsta plata Kaleo fer af stað með hvelli, á topplista iTunes um allan heim

Platan A/B með Kaleo kom út í júní og fór toppinn á listum iTunes víða um heim og ofarlega á lista í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Platan er gefin út af útgáfurisanum Atlantic en Sena sér um útgáfu plötunar hér heima. Platan fór á toppinn á lista iTunes í Kanada, Grikklandi, Írlandi, Lúxemborg, Nýja-Sjálandi, Ísrael, Líbanon og Sviss. Í annað sæti í Suður-Afríku og Rússlandi og í þriðja sæti í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Þá komst platan á topp tíu í Ástralíu, Singapore, Indlandi, Tyrklandi og inn á lista í Austurríki, Danmörku, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu og í Þýskalandi.

Auglýsing

læk

Instagram