Ljúffengar Pad thai núðlur sem þú ert enga stund að útbúa!

Hráefni:

1/2 pakki eggjanúðlur

3-4 msk sykur

1 dl hvítvínsedik

1/2 dl fiskisósa

2 msk tamarind mauk

2 msk olía

2 kjúklingabringur skornar í strimla

1 1/2 tsk hvítlaukur rifinn niður

4 egg, hrærð

2 dl saxaðar salthnetur

1 pakkning baunaspírur

1 dl saxaður graslaukur/eða vorlaukur

1 lime skorið í báta

Aðferð:

1. Eldið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakkningu.

2. Hrærið saman sykur, hvítvínsedik, fiskisósu og tamarind mauk í litlum potti á miðlungshita. Náið upp vægri suðu og takið þetta þá af hitanum. Leggið til hliðar.

3. Hitið 1 msk olíu á pönnu á miðlungshita. Steikið kjúklinginn og hrærið reglulega í honum þar til hann er eldaður í gegn, 5-7 mín. Takið kjúklinginn af pönnunni og leggið til hliðar.

4. Hitið aftur 1 msk olíu á sömu pönnu og steikið hvítlaukinn stutta stund. Hellið eggjunum á pönnuna og hrærið stöðugt í, þar til þau eru næstum því elduð í gegn. Bætið þá kjúklingnum á pönnuna aftur ásamt elduðu núðlunum og blandið vel saman. Hellið þá ediksblöndunni úr pottinum yfir allt saman ásamt örlitlu salti blandið aftur vel saman. Leyfið þessu að hitna vel saman í um 3-5 mín. Þá hrærum við hnetunum saman við. Berið fram með baunaspírum, graslauk/vorlauk og lime bátum.

Auglýsing

læk

Instagram