Ofnbakaðar gulrætur með hvítlauk og parmesan

Hráefni:

  • 1 poki mini gulrætur, eða stærri skornar í strimla
  • 1 dl smjör
  • 1 msk rifinn hvítlaukur
  • 3 msk rifinn parmesan
  • 1 msk fersk söxuð steinselja

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Dreifið úr gulrótunum á ofnplötuna.

3. Bræðið smjör í potti ásamt hvítlauknum og hellið þessu næst yfir gulræturnar. Bakið í 10 mín. Takið þetta þá út og dreifið parmesan og steinselju yfir. Bakið áfram í aðrar 10 mín.

Auglýsing

læk

Instagram