Dagur í lífi Söru Sigmundsdóttur: Engar pönnukökur í fimm ár og ætlar að eignast sex börn

Auglýsing

Uppáhaldsleikari Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur er Christian Bale, hún ætlar að eignast sex börn og er ekki búin að borða pönnukökur og beikon í morgunmat í sex ár. Þetta kemur fram í myndbandi sem sýnir dag í lífi hennar. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Sjá einnig: Skrifstofumaður skorar á CrossFit-meistara í „pegboard“-keppni, sjáðu myndbandið

Sara lenti í fjórða sæti á heimsleikunum í Crossfit á dögunum. Hún hefur náð ótrúlegum árangri í íþróttinni undanfarin ár og tvisvar hafnað í þriðja sæti á heimsleikunum.

Hún býr nú í Bandaríkjunum og myndbandið sýnir dag í lífi hennar þar, sem hefst að sjálfsögðu á æfingu.

Auglýsing

læk

Instagram