Gísli Örn um undirbúninginn fyrir hlutverkið í Vargi: „Tek úr mér hjartað, geri það svart og set það aftur inn“

Tökum á spennumyndinni Vargur, eftir Börk Sigþórsson, lauk á dögunum. Baltasar Kormákur er einn af framleiðendum myndarinnar sem er væntanleg í haust, ef allt gengur að óskum.

Myndin segir frá tveimur bræðrum sem skipuleggja eiturlyfasmygl til Íslands og fá unga pólska stúlku til að gerast burðardýr. Elísabet Inga, útsendari Nútímans, leit við á tökustað og fékk að skyggnast á bakvið tjöldin. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Elísabet hitti meðal annars Gísla Örn Garðarsson, sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni, og spurði út í undirbúninginni fyrir hlutverkið. „Ég tek úr mér hjartað, geri það svart og set það aftur inn,“ sagði Gísli Örn.

Auglýsing

læk

Instagram