Hildur sendir frá sér myndband við lagið I’ll Walk With You

[the_ad_group id="3076"]

Tónlistarkonan Hildur hefur sent frá sér myndband við lagið I’ll Walk With You. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Hildur er söngkonan í hljómsveitinni Rökurró en sendir nú frá sér sitt fyrsta lag og myndband undir eigin nafni. Þá frumflytur hún nýtt efni á tónlistarhátíðinni Sónar sem fer fram í Hörpu dagana 18.-20. febrúar.

Logi Pedro vann lagið og myndbandið er unnið af þeim Svanhildi Grétu Kristjánsdóttur og Júlíu Runólfsdóttur. Hildur segist í samtali við Fréttablaðið hafa viljað fá nýtt fólk í myndbandagerðina.

Það var smá stress að þær hefðu ekki gert tónlistarmyndband áður en ég hafði fulla trú á þeim og þetta kemur alveg ótrúlega vel út.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

[the_ad_group id="3077"]

Auglýsing

læk

Instagram