Létu gamlan draum rætast og settu heilan kalkún á grillið, sjáðu hvernig þeir fóru að þessu

Auglýsing

Grillfeðurnir hafa lengi látið sig dreyma um að grilla heilan kalkún. Nú þegar þakkargjörðarhátíðin er á næsta leyti er viðeigandi að þeir láti drauminn rætast. Og það er akkúrat það sem þeir gerðu. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan og skoðaðu uppskriftina hér fyrir neðan.

Þú getur fylgst með Grillfeðrunum á Facebook og á Snapchat: Schnapparinn og Grillfedurnir

SALTPÆKILL

 • 8lítrar vatn
 • 1líter eplasafi
 • 1líter eplacider
 • 900gr. Salt
 • 450 gr. púðursykur
 • Box af ferskri salvíu
 • Box af fersku timian
 • Heil svört piparkorn
 • Chili flögur

Saltið og sykurinn látið leysast upp í heitu vatni, þarf ekki nema um 2-3 lítra, vatnið þarf ekki að sjóða. Eftir það er restin af innihaldinu sett út í vatnið og látið liggja smástund. Því næst er því helt í fatið ásamt restinni af vatninu, eplasafanum og eplacider. Vatnið or svo kælt niður í ca. 10°, annaðhvort með klökum eða sett útfyrir. Kalkúnninn er svo settur ofan í og látinn liggja yfir nótt, þó ekki lengur en 18 klst.

Auglýsing

Á GRILLIÐ

Fyrir grill er hann þerraður, kryddaður með kalkúnakryddi og fylltur með t.d. eplum, perum, appelsínum og sítrónu.

Kveikt uppí grillinu og haldið því jöfnu í 140-150 gráðum, eplaviður bleyttur í hálftíma og sett á grillið. Kalkúninum er þá skellt á grillið við óbeinan hita og hafður á þar til hann hefur náð tilsettu hitastigi. Tekið af þegar kalkúnn er orðinn 75 gráður. Gott er að setja stóran álbakka með grænmeti og bjór undir hann til þess að fá bragðbætingu í sósuna.

SÓSA

 • 1 kg gulrætur
 • 2 laukar
 • 1 búnt seller
 • 7-8 hvítlauksrif
 • 20ml kjúklingakraftur
 • Kalkúnaháls ásamt innyflum
 • 3-4lítrar vatn
 • 500ml rjómi
 • Kjúklingateningur
 • Grænmetisteningur

Grænmetið steikt saman í potti með smjörinu í 20-25mínútur, því næst er hálsinum og restinni af innyflum bætt út í og brúnað. 3-4 lítrar af vatni bætt út í ásamt 200ml af kjúklingasoði. Látið sjóða niður helst í 3-4 klst. Þá er soðið sigtað og fitunni fleytt ofan af og rjómanum bætt við. Smjörbollu hrært saman við og látið þykkjast. Að lokum er soðinu undan kalkúninum bætt út í til bragðbætingar ásamt salti og pipar. Gott er að blanda út í það 1-2 kjúklingateningum ásamt grænmetistening. Sósan látin malla í 10mínútur og reidd fram með kalkúninum.

FYLLING

 • 1stór poki fransbrauð (skorpan skorin af)
 • 300-400 gr bacon steikt, stökkt og smátt skorið
 • 300gr steiktir sveppir smátt skornir
 • 6-7msk laukur
 • 2tsk salt
 • 2tsk pipar
 • 4tsk kalkúnakrydd
 • 2 ½ bolli bráðið smjör
 • Heitt vatn eftir smekk.

Öllu blandað saman í skál og vatninu hellt yfir, á að vera mjög þykkt. Hrært saman í skál og svo sett inn í ofn á 180°c í ca 15 mín.

Auglýsing

læk

Instagram