Love Guru gefur út nýtt sumarlag og stórskemmtilegt myndband

Auglýsing

Tónlistarmaðurinn Love Guru sendi frá sér nýtt lag á föstudaginn. Lagið heitir Lífið er ljúft og er alvöru íslenskur sumarsmellur. Sjáðu myndbandið við lagið hér að neðan.

Love Guru er listamannsnafns Þórðs Helga Þórðarsonar en hann segir í samtali við Vísi.is að lagið hafi upphaflega átt að vera óður til markahróksins Tryggva Guðmundssonar og að fyrstu drög lagsins hafi verið samin þegar Tryggvi sló markametið í efstu deild á Íslandi, fyrir einhverjum 7 árum eða svo.

„Ekkert varð úr því og var lagið hirt aftur upp úr skúffunni tveimur árum síðar þegar planið var að nota að sem sumarsmell útvarpsþáttarins Hansastél sem ég og Salka Sól stjórnuðu. Aftur varð lítið úr og lagðist þá smellurinn í dvala í önnur tvö ár þegar ákveðið var að gefa hinni kynþokkafullu fitubollu, Love Guru lagið,“ segir Love Guru á Vísi.

Kvennastuðgríndúettinn Bergmál er Love Guru til aðstoðar í laginu og þá fær hann aðstoð frá föður sínum, Þórði Erni Guðmundssyni. sem er sjötugur, við gerð myndbandsins.

Auglýsing

 

Auglýsing

læk

Instagram