Myndband: Níu ára stelpa stelur senunni þegar hún dansar af öllum krafti á fimleikasýningu

Auglýsing

Níu ára stúlka stal senunni á árlegri jólasýningu fimleikadeildar Ungmennafélags Selfoss um helgina þegar hópur hennar flutti atriði sitt.

Þegar lagið Everybody Dance Now hljómaði í hátölurunum dansaði stúlkan af öllum krafti og lifði sig inn í tónlistina.

Það sést langar leiðir að hún skemmti sér konunglega. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

Auglýsing

Stúlkan heitir Erla Björt Erlingsdóttir og er ein af rúmlega 400 iðkendum í deildinni.

Auglýsing

læk

Instagram