Örskýring: Afhverju eru allir að tala um osta?

Auglýsing

Um hvað snýst málið?

Í tollasamningi Íslands og Evrópusambandsins var gert ráð fyrir því að tollkvóti á sérosti fari úr 20 tonnum í 230 tonn frá árinu 2018-2021. Þegar búvörusamningarnir voru samþykktir árið 2016 samdi ríkisstjórnin við minnihlutann um að koma til móts við neytendur með því að flýta hækkuninni óumflýjanlegu þannig að strax árið 2018 yrði heimilt að flytja inn 230 tonn af sérostum frá Evrópusambandinu.

Hvað er búið að gerast?

Þetta samkomulag var þó aldrei sett í lög þar sem að ráðherrar hafa ekki lagaheimild til þess að fella niður eða lækka tolla upp á sitt einsdæmi. Það þurfti því frekari lagasetningu.

Auglýsing

Atvinnuveganefnd lýsti yfir áhyggjum hagsmunum bænda í umfjöllun um málið en samþykkti að breytingin myndi eiga sér stað á tveggja ára tímabili í stað eins eða fjögurra ára.

Allt virtist klappað og klárt þegar þingmenn Miðflokksins mótmæltu tillögunni á þingi síðastliðinn þriðjudag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt því fram að með því að samþykkja frumvarpið væri verið að kippa fótunum undan landbúnaði á Íslandi.

Hvað gerist næst?

Við lokameðferð málsins hjá atvinnuveganefnd taldi meirihluti að frumvarpið myndi raska samkeppnisstöðu innlendrar ostaframleiðslu sem þyrfti lengri aðlögunartíma. Því var ákveðið að innleiða umrædda tollkvóta á fjórum árum líkt og upphaflega var gert ráð fyrir. Íslenskir neytendur verða á þessu ári af 104 tonnum af tollfrjálsum ostum vegna breytinganna.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram